Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 13:00 Stórskotalið Tyrklandshers skýtur á Kúrda í Afrinhéraði. Vísir/AFP Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018 Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018
Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45