Frítt í Safnanæturvagna Strætó í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 15:30 Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Vísir Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér. Menning Vetrarhátíð Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér.
Menning Vetrarhátíð Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira