Vistvænt skipulag er málið! Aron Leví Beck skrifar 6. febrúar 2018 13:52 Skipulag snýst um fólk og breytingar á umhverfi þess til lengri tíma. Fólk hefur tilhneigingu til þess að mislíka eða hafna breytingum í þeirra nánasta umhverfi. Stöðugleiki er mikilvægur í daglegu amstri hjá fólki og það hefur áhrif á velferð fólks. Fólk heldur að það sé að missa eitthvað ef það á að fara að breyta því sem það á að venjast. Vistvænt borgarskipulag er sú stefna í skipulagsmálum þar sem fjölbreytileiki í hönnun og nýtingu húsnæðis ræður ríkjum. Hverfin skulu vera byggð þannig að fólk komist leiða sinna án þess að nota einkabíl. Þessar hugmyndir voru ríkjandi á tímabilinu 1900-1920 en komu fram aftur á áttunda áratugnum. Vistvænt skipulag er mótsvar við borgarskipulagi eftirstríðsáranna þar sem borgir voru hannaðar fyrir einkabíl og iðnaðarstarfssemi. Árið 1996 gerðu Cervero og Radish rannsókn á tveimur sambærilegum hverfum þar sem skoðaðar voru ferðavenjur íbúa. Hverfin voru bæði í San Francisco flóa, eitt hefðbundið úthverfi en hitt var hannað eftir viðmiðum sjálfbærs skipulags. Niðurstöðurnar bentu til þess að færri frítímaferðir á einkabíl voru í vistvæna hverfinu. Í BNA hafa æ fleiri orðið fylgjendur vistvænu skipulagi en upphafsmenn stefnunar hafa gagnrýnt útþenslu úthverfa. Fylgjendum í Evrópu hefur einnig fjölgað. Í gegnum árin hefur verslun og þjónusta einangrast og notkun einkabíls nauðsynleg til þess að versla í matinn. Í vistvænu skipulagi er mikil áhersla lögð á blandaða landnotkun. Þegar talað er um blandaða landnotkun er átt við t.d. íbúðarhús fyrir ofan fatabúð, skósmið, hárgreiðslu- eða tannlæknastofu. Líkt og áður kom fram þvinga fyrri skipulagsaðferðir borgarbúa til þess að ferðast í einkabílum sem þurfa stór gatnanet og plássfrek bílaplön. Þéttleiki borgarinnar minnkar og hún verður hávær og hættuleg fyrir bæði akandi og gangandi vegfarendur. Félagslegi þátturinn í skipulagi og líðan fólks má ekki gleymast. Svæðisbundin einangrun fólks og hreyfngarleysi geta verið afleiðingar ófullnægjandi skipulags og getur leitt til neikvæðra áhrif á lýðheilsu. Gott skipulag þarf því að endurspegla útkomu sem kallar fram vellíðan hjá fólki. Talað er um að stjörnufræðin hafi geiminn, sagnfræðin tímann og landfræðin staði. Landfræðingurinn Edward Relph var einn af þeim sem útskýrðu mun á landfræðilegu rúmi og stað. Þegar Relph vann að doktorsverkefni sínu við Háskólann í Toronto þótti hann vanta heimspekilega nálgun og var óánægður með skilgreiningar á hugtakinu „staður“. Í bók sinni Place and Placeness greinir hann á milli sjáanlegs landslags, daglegs lífs og upplifunar, stað og staðleysu. Hann líkir að rúm við geymslugáma en staðir séu upplifun og reynsla í rúminu þ.e. að rúm er mælanlegt en staður er huglægt hugtak. Eitt markmiða í góðu og vistvænu skipulagi ætti því að vera að kalla fram góðan 'staðaranda' og vellíðan. Jón Kristinsson er íslenskur arkitekt og uppfinningamaður sem hefur búið í Hollandi nærri allt sitt líf. Hann er einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í að finna lausnir sem miða að vistvænu skipulagi og hönnun þar sem virkni er samofin í hönnunarlausnirnar og mannvirkin og m.ö.o að samþætta og vefa saman og spara þannig um leið umtalsverðan kostnað. Hann hannaði meðal annars Villa Flora sem talin er vera vistvænasta bygging hollendinga. Samofin sjálfbær hönnun er hugtak sem kemur frá Jóni og bók hans frá 2012 sem skýrir þá hugmyndafræði. Hún gengur út á að brúa bilið milli náttúru og byggingalistar en til þess að það sé hægt verða hönnuðir að vera vel að sér á fleiri sviðum en teiknivinnu og formhönnun og/eða starfa í mjög þverfaglegu teymi. Samofin sjálfbær hönnun byggir á þekkingu á náttúruöflum til þess að byggja upp heilnæmt umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Þetta er ekki ólík hugmyndafræði og skipulag út frá orkulandslagi nema á öðrum skala. Á viðburði Arkitektafélagssins sumarið 2015 flutti Jón Kristinsson erindi um vinnu sína, uppfinningar og aðferðir. Aðspurður hvað honum þætti snjallast að byggja á Íslandi ef horft væri út frá vistfræðilegum sjónarmiðum svaraði Jón „það væri náttúrulega best að byggja ekki neitt“. Þetta endurspeglar það viðhorf sem hann leggur upp með í bók sinni Að byggja eða ekki að byggja, byggingaframkvæmdir eru vítamínsprauta hagkerfisins. Arkitekt myndi seint spyrja viðskiptavin sinn hvort að hann virkilega þyrfti nýja byggingu eða hvort hann gæti ekki endurskipulagt núverandi húsnæði til þess að komast hjá því að byggja eða sameinast um húsnæði við annað fyrirtæki. Endurnýting á húsnæði eða úrvinnsla á því sem fyrir er oft mjög góður kostur. Í raun er samofin sjálfbær hönnun samspil þeirra eðlislegra breytna sem til staðar eru fyrir samsetningu í hönnun með fjölbreyttri þekkingu og reynslu. Það sem margir kalla hátækni er í raun lágtækni, náttúran er flaggskip hátækninnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Skipulag snýst um fólk og breytingar á umhverfi þess til lengri tíma. Fólk hefur tilhneigingu til þess að mislíka eða hafna breytingum í þeirra nánasta umhverfi. Stöðugleiki er mikilvægur í daglegu amstri hjá fólki og það hefur áhrif á velferð fólks. Fólk heldur að það sé að missa eitthvað ef það á að fara að breyta því sem það á að venjast. Vistvænt borgarskipulag er sú stefna í skipulagsmálum þar sem fjölbreytileiki í hönnun og nýtingu húsnæðis ræður ríkjum. Hverfin skulu vera byggð þannig að fólk komist leiða sinna án þess að nota einkabíl. Þessar hugmyndir voru ríkjandi á tímabilinu 1900-1920 en komu fram aftur á áttunda áratugnum. Vistvænt skipulag er mótsvar við borgarskipulagi eftirstríðsáranna þar sem borgir voru hannaðar fyrir einkabíl og iðnaðarstarfssemi. Árið 1996 gerðu Cervero og Radish rannsókn á tveimur sambærilegum hverfum þar sem skoðaðar voru ferðavenjur íbúa. Hverfin voru bæði í San Francisco flóa, eitt hefðbundið úthverfi en hitt var hannað eftir viðmiðum sjálfbærs skipulags. Niðurstöðurnar bentu til þess að færri frítímaferðir á einkabíl voru í vistvæna hverfinu. Í BNA hafa æ fleiri orðið fylgjendur vistvænu skipulagi en upphafsmenn stefnunar hafa gagnrýnt útþenslu úthverfa. Fylgjendum í Evrópu hefur einnig fjölgað. Í gegnum árin hefur verslun og þjónusta einangrast og notkun einkabíls nauðsynleg til þess að versla í matinn. Í vistvænu skipulagi er mikil áhersla lögð á blandaða landnotkun. Þegar talað er um blandaða landnotkun er átt við t.d. íbúðarhús fyrir ofan fatabúð, skósmið, hárgreiðslu- eða tannlæknastofu. Líkt og áður kom fram þvinga fyrri skipulagsaðferðir borgarbúa til þess að ferðast í einkabílum sem þurfa stór gatnanet og plássfrek bílaplön. Þéttleiki borgarinnar minnkar og hún verður hávær og hættuleg fyrir bæði akandi og gangandi vegfarendur. Félagslegi þátturinn í skipulagi og líðan fólks má ekki gleymast. Svæðisbundin einangrun fólks og hreyfngarleysi geta verið afleiðingar ófullnægjandi skipulags og getur leitt til neikvæðra áhrif á lýðheilsu. Gott skipulag þarf því að endurspegla útkomu sem kallar fram vellíðan hjá fólki. Talað er um að stjörnufræðin hafi geiminn, sagnfræðin tímann og landfræðin staði. Landfræðingurinn Edward Relph var einn af þeim sem útskýrðu mun á landfræðilegu rúmi og stað. Þegar Relph vann að doktorsverkefni sínu við Háskólann í Toronto þótti hann vanta heimspekilega nálgun og var óánægður með skilgreiningar á hugtakinu „staður“. Í bók sinni Place and Placeness greinir hann á milli sjáanlegs landslags, daglegs lífs og upplifunar, stað og staðleysu. Hann líkir að rúm við geymslugáma en staðir séu upplifun og reynsla í rúminu þ.e. að rúm er mælanlegt en staður er huglægt hugtak. Eitt markmiða í góðu og vistvænu skipulagi ætti því að vera að kalla fram góðan 'staðaranda' og vellíðan. Jón Kristinsson er íslenskur arkitekt og uppfinningamaður sem hefur búið í Hollandi nærri allt sitt líf. Hann er einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í að finna lausnir sem miða að vistvænu skipulagi og hönnun þar sem virkni er samofin í hönnunarlausnirnar og mannvirkin og m.ö.o að samþætta og vefa saman og spara þannig um leið umtalsverðan kostnað. Hann hannaði meðal annars Villa Flora sem talin er vera vistvænasta bygging hollendinga. Samofin sjálfbær hönnun er hugtak sem kemur frá Jóni og bók hans frá 2012 sem skýrir þá hugmyndafræði. Hún gengur út á að brúa bilið milli náttúru og byggingalistar en til þess að það sé hægt verða hönnuðir að vera vel að sér á fleiri sviðum en teiknivinnu og formhönnun og/eða starfa í mjög þverfaglegu teymi. Samofin sjálfbær hönnun byggir á þekkingu á náttúruöflum til þess að byggja upp heilnæmt umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Þetta er ekki ólík hugmyndafræði og skipulag út frá orkulandslagi nema á öðrum skala. Á viðburði Arkitektafélagssins sumarið 2015 flutti Jón Kristinsson erindi um vinnu sína, uppfinningar og aðferðir. Aðspurður hvað honum þætti snjallast að byggja á Íslandi ef horft væri út frá vistfræðilegum sjónarmiðum svaraði Jón „það væri náttúrulega best að byggja ekki neitt“. Þetta endurspeglar það viðhorf sem hann leggur upp með í bók sinni Að byggja eða ekki að byggja, byggingaframkvæmdir eru vítamínsprauta hagkerfisins. Arkitekt myndi seint spyrja viðskiptavin sinn hvort að hann virkilega þyrfti nýja byggingu eða hvort hann gæti ekki endurskipulagt núverandi húsnæði til þess að komast hjá því að byggja eða sameinast um húsnæði við annað fyrirtæki. Endurnýting á húsnæði eða úrvinnsla á því sem fyrir er oft mjög góður kostur. Í raun er samofin sjálfbær hönnun samspil þeirra eðlislegra breytna sem til staðar eru fyrir samsetningu í hönnun með fjölbreyttri þekkingu og reynslu. Það sem margir kalla hátækni er í raun lágtækni, náttúran er flaggskip hátækninnar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun