Guðmundur Guðmundsson var í dag tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ í dag.
Guðmund þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um íslenskan handbolta en þetta er í þriðja sinn sem hann tekur við íslenska landsliðinu. Undir hans stjórn vann liðið bæði silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking og brons á EM í Austurríki.
Fylgst var með blaðamannafundi HSÍ í beinni útsendingu í dag og má sjá þá frétt hér fyrir neðan.
Guðmundur ráðinn til þriggja ára

Tengdar fréttir

Gunnar aðstoðar Guðmund
Gunnar Mangússon, þjálfari Hauka í Olís deild karla, mun verða Guðmundi Guðmundssyni, nýjum landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands, til halds og traust.


Guðmundur tekur við strákunum okkar á nýjan leik
Samkvæmt heimildum Vísis þá verður Guðmundur Þórður Guðmundsson næsti landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik.

Svona var blaðamannafundur HSÍ
HSÍ boðaði til blaðamannafundar þar sem Guðmundur Guðmundsson var tilkynntur sem nýr A-landsliðsþjálfari karla verður tilkynntur. Vísir var með bæði beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.