Framkvæmdaárið 2019 Sigurður Hannesson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Það var framsýn þjóð sem byggði upp samfélagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir grundvöllur mikillar verðmætasköpunar. Sjávarútvegur reiðir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og flugvelli og iðnaður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða króna samkvæmt skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út sl. haust. Of lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjárframlög til að vinna á vandanum. Samhliða ævintýralegum vexti í ferðaþjónustu undanfarin ár hefur umferð um vegi landsins aukist mikið. Fjárframlög hafa ekki fylgt þessari þróun. Sé horft til síðustu 50 ára þá er fjárfesting í þjóðvegakerfinu nú í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlög til viðhalds og þjónustu eru einnig nokkuð undir hálfrar aldar meðaltali. Eitt hundrað milljarða þarf á næstu fimm árum til að koma þjóðvegakerfinu í ásættanlegt horf. Á þessu ári rétt næst að halda í horfinu og ekki eru fjármunir til að vinna á uppsöfnuðum vanda.Framkvæmdir minnka milli ára Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið útboðsþing þar sem sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin og fleiri hafa fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar á árinu. Árið 2016 voru kynntar framkvæmdir upp á um 100 milljarða, 90 milljarða árið 2017 en tæplega 80 milljarða nú í ár. Þetta er ein birtingarmynd pólitísks óstöðugleika. Nú þegar stöðugleika hefur verið komið á er ekki annars að vænta en að forgangsraðað verði í þágu innviðauppbyggingar og þess hljóta að sjást merki í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt verður í vor. Það er ekki í boði að bíða lengur. Það er ekki einungis nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er núna rétti tíminn fyrir framkvæmdir samhliða því að það hægir á vexti hagkerfisins. Við hljótum því að sjá fram á framkvæmdaárið 2019. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Það var framsýn þjóð sem byggði upp samfélagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir grundvöllur mikillar verðmætasköpunar. Sjávarútvegur reiðir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og flugvelli og iðnaður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða króna samkvæmt skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út sl. haust. Of lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjárframlög til að vinna á vandanum. Samhliða ævintýralegum vexti í ferðaþjónustu undanfarin ár hefur umferð um vegi landsins aukist mikið. Fjárframlög hafa ekki fylgt þessari þróun. Sé horft til síðustu 50 ára þá er fjárfesting í þjóðvegakerfinu nú í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlög til viðhalds og þjónustu eru einnig nokkuð undir hálfrar aldar meðaltali. Eitt hundrað milljarða þarf á næstu fimm árum til að koma þjóðvegakerfinu í ásættanlegt horf. Á þessu ári rétt næst að halda í horfinu og ekki eru fjármunir til að vinna á uppsöfnuðum vanda.Framkvæmdir minnka milli ára Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið útboðsþing þar sem sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vegagerðin og fleiri hafa fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar á árinu. Árið 2016 voru kynntar framkvæmdir upp á um 100 milljarða, 90 milljarða árið 2017 en tæplega 80 milljarða nú í ár. Þetta er ein birtingarmynd pólitísks óstöðugleika. Nú þegar stöðugleika hefur verið komið á er ekki annars að vænta en að forgangsraðað verði í þágu innviðauppbyggingar og þess hljóta að sjást merki í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt verður í vor. Það er ekki í boði að bíða lengur. Það er ekki einungis nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er núna rétti tíminn fyrir framkvæmdir samhliða því að það hægir á vexti hagkerfisins. Við hljótum því að sjá fram á framkvæmdaárið 2019. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun