Ísland verði „land hreindýranna“ Ole Anton Bieltvedt. skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn. Þetta er þýðingarmikið skref í átt að nútímalegri og mannúðlegri dýra- og náttúruvernd. Ákvæðið hljóðar svona: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Það er sjálfgefið, að þessi „endurskoðun“ hlýtur að lúta að aukinni vernd og friðun, ekki frekara drápi og auknu blóðbaði. Nýr umhverfisráðherra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Var framkvæmdastjóri Landverndar. Virtist fara vel á því. Í nýlegu viðtali á Hringbraut lýsti hann sér sem dýravini. Þetta var allt mikið gleðiefni fyrir dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsinna, og horfðu menn til betri tíma fyrir dýr og náttúru landsins. Mönnum brá því í brún, þegar nýr umhverfisráðherra tilkynnti „hreindýrakvótann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri hreindýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn 1.315. Veiðitími, frá 15. júlí eða 1. ágúst til 20. september átti að standa óbreyttur. Reyndar var óljós fyrirvari á veiðitíma í tilkynningunni, en sagt er, að hann kunni að breytast á grundvelli athugunar um áhrif og álag kúadráps á kálfa. Hingað til hefur dráp hreinkúa hafizt 1. ágúst, en kálfarnir eru þá 8 vikna og enn með fulla þörf fyrir móðurmjólk, móðurumhyggju og -vernd. Rannsóknir sýna, að 8 vikna hreindýrakálfur drekkur enn 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, þegar hann er orðinn 11 vikna, 6 sinnum í hálfa mínútu, og 16 vikna drekkur hann enn 5 sinnum í hálfa mínútu á dag. Þetta sannar auðvitað, að það er algjör óhæfa og hreint dýraníð, að drepa kýrnar frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti og kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa ótalið. Það eru 600.000 fjár á fjalli á sumrin. Hestar eru 80.000, margir villtir og á beit á hálendinu. 70.000 nautgripir teljast líka til 750.000 grasbíta landsins. Hreindýrin eru aðeins 6.500 talsins. Veiðimenn og stjórnvöld halda því fram, að takmarka verði útbreiðslu hreindýra vegna hættu á ofbeit og útbreiðslu smitsjúkdóma. Þetta er fyrirsláttur og tilbúningur til að réttlæta og hylja réttar ástæður fyrir hreindýradrápinu, sem er, að hreindýradrápið færir Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Austurlands og landeigendum gífurlegar tekjur; 150 milljónir króna í ár. Þetta er því miskunnarlaust blóðbað í fjáröflunarskyni. Ekki er hægt að skilja rökhyggju þeirra ráðamanna, sem settu upp það kerfi, að Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands skuli, annars vegar gæta hagsmuna, verndar og velferðar hreindýra, og, hins vegar hafa verulegan hluta tekna sinna, jafnvel eiga afkomu sína undir því, að sem allra flest hreindýr séu drepin. Hér hefur losnað um einhverjar skrúfur. Um hættu af útbreiðslu, er þetta að segja: Á sínum tíma héldu hreindýr sig eingöngu við norðausturhluta Vatnajökuls. Í millitíðinni hafa dýrin dreift sér þvert yfir landið, frá Raufarhöfn í norðri niður til Jökulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í suðri. Þetta er um fimmtungur landsins, og eru þýðingarmikil landbúnaðarhéruð á þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýranna hefur engu raski valdið, enda eru hreindýr friðsöm, spök og vandræðalaus. Íslenzki hreindýrastofninn er stærsti villti hreindýrastofninn í Evrópu, en það er búið að útrýma villtum hreindýrum í flestum löndum öðrum, eins og mörgum öðrum villtum dýrategundum. Færi vel á því, að full friðun hreindýra verði látin gilda, skv. lögum 64/1994, en veiðar byggja á undanþágum frá lögunum. Gæti Ísland með því orðið „Land hreindýranna“, en margir – ungir sem aldnir – tengja hreindýr við jólin, jólasveininn og skemmtilegar ævintýrasagnir, og láta sér mjög annt um hreindýr. Náttúra og dýralíf landsins er mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Í fyrra fóru 500.000 manns í friðsamar hvalaskoðanir, og voru af því milljarðatekjur. Hreindýr gætu orðið annað og nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, einkum á sumrin, þegar kálfar eru litlir og fram á haust og vetur. Í raun á öllum tíma árs. Meðan hreindýr eru eitt prósent af grasbítum landsins þarf vart að hyggja að offjölgun. Í raun er það svo með dýrin og náttúruna, að þau stilla viðkomuna sína sjálf, eftir fæðuframboði og lífsskilyrðum, og raskast jafnvægi náttúrunnar þá fyrst, þegar maðurinn grípur inn í og fer að leika Guð. Senn mun nýr umhverfisráðherra koma til dyranna, eins og hann er klæddur. Vona verður, að þá muni sjást, að hann sé grænn en ekki blóðrauður. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun