Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 06:32 Það er betra að halda fast í höfuðfötin sín næstu daga. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira