Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 06:32 Það er betra að halda fast í höfuðfötin sín næstu daga. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira