Neysla erlendra ferðamanna jókst á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 10:31 Ferðamönnum fjölgaði um 24% í fyrra. Notkun þeirra á greiðslukortum jókst hins vegar aðeins um 12% mælt í íslenskum krónum. Vísir/Eyþór Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira