Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 30. janúar 2018 13:20 Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun