Aldrei fleiri beðið eftir plássi í meðferð á Vogi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga. Á árunum 2005-2006 voru að staðaldri 110-180 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð á Vogi. Á árinu 2013 voru þetta 250-300 einstaklingar. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi og núna eru 570 einstaklingar á biðlista. Af þeim hafa 506 ekki fengið innlagnardag. „Þetta er óvenjulega mikið og það mesta sem við höfum séð í okkar meðferðarsögu hjá SÁÁ. Það er augljóslega meiri þörf og þetta hefur verið stigvaxandi síðustu árin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri sjúkrahússins Vogs. Valgerður segir að það gefi auga leið að efla þurfi þjónustustigið á Vogi til að mæta þessum fjölda. Hún segir að ef SÁÁ hefði tækifæri til að ráða fleira starfsfólk, bæði fagfólk og almenna starfsmenn, þá væri hægt að gera miklu meira. „Við sinnum 2.200 innritunum á sjúkrahúsið Vog en ríkið greiðir einungis fyrir 1.530 innritanir eins og er. Ef við fengjum fjármagn til núverandi afkasta og meira til, gætum við fjölgað okkar fagfólki og bætt við innlagnir og þannig fækkað þeim sem eru á biðlista,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Þurfa að loka göngudeild á Akureyri í sparnaðarskyni Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Halli hefur verið á þessum rekstri enda duga framlög ríkisins og tekjur ekki fyrir rekstrinum. Rekstrarhallinn hefur verið greiddur með gjöldum félagsmanna, styrkjum og sérstakri fjáröflun eins og sölu álfsins. Hallareksturinn á sér ýmsar birtingarmyndir. SÁÁ ákvað í síðustu viku að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri í sparnaðarskyni en deildin hefur verið rekin frá 1993.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ segir að hvorki Sjúkratryggingar Íslands né velferðarráðuneytið hafi orðið við óskum um endurnýjun þjónustusamninga.Kvöldfréttir Stöðvar 2Allir þjónustusamningar SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands eru runnir út. Hvorki Sjúkratryggingar né velferðarráðuneytið hafa orðið við óskum um endurnýjun samninganna. „Við höfum ítrekað kallað eftir samtali og óskað eftir fundi, bæði inni í ráðuneytinu og hjá Sjúkratryggingum Íslands og við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Samningarnir gilda á meðan starfað er eftir þeim. Það er sérstakt ákvæði um það. En þetta eru gamlir samningar og þeir byggja á gömlum tölum og það þarf einfaldlega að fara að kíkja á þetta,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ.
Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira