Kvika banki sýknaður af kröfu ET Sjónar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 11:15 Deilan snerist um ráðgjöf vegna kaupa á hlut í Ölgerðinni. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar. Félagið krafðist þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í drykkjaframleiðandanum Ölgerðinni haustið 2016. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna en þeirri beiðni var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Félagið Þorgerður var stofnað í október árið 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital og eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og átti meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón átti tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks Ingvars með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Dómsmál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar. Félagið krafðist þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í drykkjaframleiðandanum Ölgerðinni haustið 2016. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna en þeirri beiðni var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Félagið Þorgerður var stofnað í október árið 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital og eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og átti meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón átti tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks Ingvars með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Dómsmál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira