Upp með veskin! Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið. Handhafar kjarareglustikunnar, sem kalla sig SALEK, eru búnir að knýja ríkisstjórn landsins til valdaafsals í þessu efni. Í síðustu viku fengum við að vita að í ráði væri að setja mél og beisli á Kjararáð og hafa taumhaldið á borði SALEK. Þetta mátti lesa úr boðskapnum. Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál“. Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður. Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.Meira valdaafsal Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal. Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd? Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi“, síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins.Höfum séð á spilin Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum – þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.Viðskiptaráð opni sig En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.Varnarvísitala láglaunafólks Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna. Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks. Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið. Handhafar kjarareglustikunnar, sem kalla sig SALEK, eru búnir að knýja ríkisstjórn landsins til valdaafsals í þessu efni. Í síðustu viku fengum við að vita að í ráði væri að setja mél og beisli á Kjararáð og hafa taumhaldið á borði SALEK. Þetta mátti lesa úr boðskapnum. Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál“. Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður. Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.Meira valdaafsal Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal. Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd? Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi“, síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins.Höfum séð á spilin Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum – þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.Viðskiptaráð opni sig En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.Varnarvísitala láglaunafólks Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna. Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks. Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun