Fær engin svör um vegabréfið: „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Málaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir „Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00