Körfubolti

Love meiddist og meistararnir flengdir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Love í leik með Cleveland.
Love í leik með Cleveland. vísir/getty
Nóttin var vond fyrir Cleveland Cavaliers því liðið bæði tapaði og missti lykilmann í meiðsli.

Kevin Love meiddist á hendi er hann var að gefa boltann í leiknum gegn Detroit. LeBron James, liðsfélagi Love, sagði að félagi sinn yrði líklega frá í að minnsta kosti tvo mánuði.

Enn einn skellurinn fyrir liðið sem hefur ekki verið að spila vel og mátti engan veginn við því að missa Love í meiðsli.

Meistarar Golden State Warriors fá ekki oft á baukinn í NBA-deildinni en þeir fengu stóran 30 stiga skell gegn Utah í nótt.

Svo var James Harden sá fyrsti í sögunni til þess að næla sér í þrefalda tvennu og skora 60 stig í nótt. Þvílík frammistaða sem má sjá hér að neðan.

Úrslit:

Washington-Oklaoma  102-96

NY Knicks-Brooklyn  111-95

Toronto-Minnesota  109-104

Detroit-Cleveland  125-114

Houston-Orlando  114-107

New Orleans-Sacramento  103-113

San Antonio-Denver  106-104

Utah-Golden State  129-99

LA Clippers-Portland   96-104

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×