Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum.
Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi.

Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé.
Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar.