Gripinn með tölvur og skjávarpa úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2015 15:35 Sex tölvum auk sjávarpa var stolið úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þrjár tölvanna auk skjávarpans fundust í fórum mannsins. Mynd af heimasíðu FS 35 ára gamall karlmaður, Ívar Smári Guðmundsson, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hylmingu, fíkniefnalagabrot og líkamsárás. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þrjár fartölvur auk skjávarpa fundust í bifreið Ívars um hádegisbil mánudaginn 25. febrúar árið 2013. Um var að ræða þýfi úr innbroti í Fjölbrautarskóla Suðurnesja nóttina á undan. Bar Ívar því við að hann hefði keypt tækin fyrr um morguninn eftir auglýsingu á Bland.is. Hann mundi þó ekki símanúmerið sem hann hringdi í. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir að kasta 40 cm löngum járnbút úr ökumannssæti eigin bíls í gegnum rúðu á öðrum bíl. Búturinn hafnaði í öxl og hálsi annars manns. Járnbúturinn vó 2 kg og hlaut maðurinn mar á öxl, upphandlegg og hálsi.Áður hlotið þriggja ára dóm Þá var Ívar í tvígang gripinn með fíkniefni á þáverandi heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í fyrra skiptið var um að ræða 8,1 g af amfetamíni og 0,05 g af MDMA. Í því síðara voru í vörslu hans 0,61 g af amfetamíni, 0,20 g af maríhúana og 0,78 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Maðurinn játaði við þingfestingu fíkniefnabrot sín og við aðalmeðferð játaði hann líkamsárásinni. Hann var einnig fundinn sekur fyrir vörslu þýfisins. Hann hefur margoft verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum og hlaut þriggja ára dóm fyrir líkamsárás auk fjölda annarra brot árið 2007.Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
35 ára gamall karlmaður, Ívar Smári Guðmundsson, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hylmingu, fíkniefnalagabrot og líkamsárás. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þrjár fartölvur auk skjávarpa fundust í bifreið Ívars um hádegisbil mánudaginn 25. febrúar árið 2013. Um var að ræða þýfi úr innbroti í Fjölbrautarskóla Suðurnesja nóttina á undan. Bar Ívar því við að hann hefði keypt tækin fyrr um morguninn eftir auglýsingu á Bland.is. Hann mundi þó ekki símanúmerið sem hann hringdi í. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir að kasta 40 cm löngum járnbút úr ökumannssæti eigin bíls í gegnum rúðu á öðrum bíl. Búturinn hafnaði í öxl og hálsi annars manns. Járnbúturinn vó 2 kg og hlaut maðurinn mar á öxl, upphandlegg og hálsi.Áður hlotið þriggja ára dóm Þá var Ívar í tvígang gripinn með fíkniefni á þáverandi heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í fyrra skiptið var um að ræða 8,1 g af amfetamíni og 0,05 g af MDMA. Í því síðara voru í vörslu hans 0,61 g af amfetamíni, 0,20 g af maríhúana og 0,78 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Maðurinn játaði við þingfestingu fíkniefnabrot sín og við aðalmeðferð játaði hann líkamsárásinni. Hann var einnig fundinn sekur fyrir vörslu þýfisins. Hann hefur margoft verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum og hlaut þriggja ára dóm fyrir líkamsárás auk fjölda annarra brot árið 2007.Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira