Ný tæki á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2018 18:15 Krabbameinsfélag Íslands hefur nú endurnýjað að stórum hluta tækjabúnað Leitarstöðvarinnar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Safnað var fyrir tækjunum í Bleiku slaufunni 2016. Alls söfnuðust 132 milljónir í átakinu sem runnu óskiptar til tækjakaupanna. Endurnýjunin gerist í tveimur áföngum og hafa nú hópleitartæki verið uppfærð. Ávinningurinn af endurnýjuðum tækjabúnaði er meðal annars minni geislun og óþægindi við myndatökur, meiri hraði í myndatöku, nákvæmari skjáir sem bæta greiningarmöguleika, hagræðing vegna lægri bilanatíðni og sparnaður við viðhald tækjanna. „Þetta er til mikilla bóta og eykur gæðin í starfi okkar í leit að brjóstakrabbameini,” segir Magnús Baldvinsson, röngtenlæknir og yfirlæknir á Leitarstöðinni. „Þessi endurnýjun auðveldar mjög alla vinnu okkar og fullnægir nú þeim kröfum sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi bæði varðandi gesti Leitarstöðvarinnar og starfsfólk hennar.“ „Hér er um mikið framfaraskref að ræða og afar ánægjulegt að hægt sé að styðja leitarstarfið með þessum hætti,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Bleika slaufan nýtur mikillar velvildar meðal landsmanna og hér sjáum við á mjög afgerandi hátt hve miklu er hægt að áorka með dyggum stuðningi almennings.“ Í þessum fyrri áfanga voru hópleitartæki uppfærð, en einnig tölvu– og hugbúnaður sem notaður er við hópleitina ásamt hugbúnaði til geymslu og skoðunar á myndum. Einnig hafa nýir skjáir sem notaðir eru til greiningar á röntgenmyndum verið endurnýjaðir, en þeir búa yfir stóraukinni upplausn og fleiri greiningarmöguleikum sem auðvelda vinnu við greiningar á brjóstakrabbameini. Í seinni áfanganum verða tæki til sérskoðana uppfærð og keypt ný tæki sem innihalda möguleika til þrívíddargreiningar, myndatöku með skuggaefni og nýrri tækni við sýnatöku úr meinum. Einnig verða keypt ómtæki til notkunar við sérskoðanir og hugbúnaður fyrir boðun uppfærður. Skimað er eftir krabbameini í brjóstum hjá konum á aldrinum 40-69 ára. Konur eru hvattar til að panta sér tíma þegar þær fá boð um það. Í tilefni af alþjóðlega krabbameinsdeginum, sunnudaginn 4.febrúar, býður Krabbameinsfélagið landsmenn velkomna í Skógarhlíð 8 á milli klukkan 13:00-15:00 þar sem hægt verður að skoða tækin. Kynning á starfsemi hússins fer fram í Ráðgjafarþjónustu og á Leitarstöð. Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands hefur nú endurnýjað að stórum hluta tækjabúnað Leitarstöðvarinnar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Safnað var fyrir tækjunum í Bleiku slaufunni 2016. Alls söfnuðust 132 milljónir í átakinu sem runnu óskiptar til tækjakaupanna. Endurnýjunin gerist í tveimur áföngum og hafa nú hópleitartæki verið uppfærð. Ávinningurinn af endurnýjuðum tækjabúnaði er meðal annars minni geislun og óþægindi við myndatökur, meiri hraði í myndatöku, nákvæmari skjáir sem bæta greiningarmöguleika, hagræðing vegna lægri bilanatíðni og sparnaður við viðhald tækjanna. „Þetta er til mikilla bóta og eykur gæðin í starfi okkar í leit að brjóstakrabbameini,” segir Magnús Baldvinsson, röngtenlæknir og yfirlæknir á Leitarstöðinni. „Þessi endurnýjun auðveldar mjög alla vinnu okkar og fullnægir nú þeim kröfum sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi bæði varðandi gesti Leitarstöðvarinnar og starfsfólk hennar.“ „Hér er um mikið framfaraskref að ræða og afar ánægjulegt að hægt sé að styðja leitarstarfið með þessum hætti,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Bleika slaufan nýtur mikillar velvildar meðal landsmanna og hér sjáum við á mjög afgerandi hátt hve miklu er hægt að áorka með dyggum stuðningi almennings.“ Í þessum fyrri áfanga voru hópleitartæki uppfærð, en einnig tölvu– og hugbúnaður sem notaður er við hópleitina ásamt hugbúnaði til geymslu og skoðunar á myndum. Einnig hafa nýir skjáir sem notaðir eru til greiningar á röntgenmyndum verið endurnýjaðir, en þeir búa yfir stóraukinni upplausn og fleiri greiningarmöguleikum sem auðvelda vinnu við greiningar á brjóstakrabbameini. Í seinni áfanganum verða tæki til sérskoðana uppfærð og keypt ný tæki sem innihalda möguleika til þrívíddargreiningar, myndatöku með skuggaefni og nýrri tækni við sýnatöku úr meinum. Einnig verða keypt ómtæki til notkunar við sérskoðanir og hugbúnaður fyrir boðun uppfærður. Skimað er eftir krabbameini í brjóstum hjá konum á aldrinum 40-69 ára. Konur eru hvattar til að panta sér tíma þegar þær fá boð um það. Í tilefni af alþjóðlega krabbameinsdeginum, sunnudaginn 4.febrúar, býður Krabbameinsfélagið landsmenn velkomna í Skógarhlíð 8 á milli klukkan 13:00-15:00 þar sem hægt verður að skoða tækin. Kynning á starfsemi hússins fer fram í Ráðgjafarþjónustu og á Leitarstöð.
Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira