Markmiðið að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 14:35 Katrín segir athyglisvert að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og á Norðurlöndunum. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“ Stj.mál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“
Stj.mál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira