Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 20:44 Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39