Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 20:44 Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39