Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. janúar 2018 05:00 Frá mótmælum Hugaraflsfólks við niðurskurði í fyrra. Vísir/Anton Brink „Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira