Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 06:30 Óli Björn Kárason var málshefjandi í umræðum um stöðu einkarekinna fjölmiðla í gær. vísir/Ernir „Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira