Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2018 16:50 Meðal þess sem gagnrýnt hefur er að maðurinn var hafður meðal hættulegra brotamanna á Litla Hrauni, en það er samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns hans, að sögn Páls Winkel. Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00