Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2018 16:50 Meðal þess sem gagnrýnt hefur er að maðurinn var hafður meðal hættulegra brotamanna á Litla Hrauni, en það er samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns hans, að sögn Páls Winkel. Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00