Húnninn er afkvæmi Anusha, níu mánaða gamals kvendýrs, sem fæddist einnig í dýragarðinum, og karlsins Makula, sem er sex ára gamall og var alinn í Canberra, að því er segir í frétt WA Today.
Rauðar pöndur eru í útrýmingarhættu í Nepal. Aðeins um tíu þúsund dýr eru sögð eftir í náttúrunni. Tegundinni stafar ógn af eyðingu skóga og veiðiþjófnaði.
Dýragarðurinn í Perth tók nýlega við sex rauðum pöndum af veiðiþjófum á landamærum Laos og Kína. Þær átti að selja á svörtum markaði með villt dýr. Þrjár þeirra drápust hins vegar fyrstu nóttina vegna mikillar streitu og mögulegra sjúkdóma.
WATCH: Two-month-old Nepalese red panda cub at Australian Perth Zoo passes his first check up with flying colors. More news: https://t.co/F0lL17Zv2w pic.twitter.com/vo6GYIa3Ni
— Reuters Top News (@Reuters) January 27, 2018