Ísland og Færeyjar semja um fiskveiðimál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2018 16:50 Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð samningum um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir þetta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samið hafi verið um gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem getur verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fjölgar úr 12 í 15. „Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni en að hámarki 25.000 tonn i stað 30.000 tonna sem var áður. Áfram eru takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Þó er sú rýmkun gerð að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir 17. febrúar verða færeysk skip sem sagt að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum.“ Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu í ár og þær voru 2017 eða 5.600 tonn að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Hámark fyrir þorskveiði verði áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns. „Ísland mun áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu en Ísland afsalar sér 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér um árabil.“ Þjóðirnar stefni að því að hefja vinnu við gerð rammasmnings milli landanna um fiskveiðimál sem fyrst með það að markmiði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. september á þessu ári. Sjávarútvegur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð samningum um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir þetta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samið hafi verið um gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem getur verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fjölgar úr 12 í 15. „Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni en að hámarki 25.000 tonn i stað 30.000 tonna sem var áður. Áfram eru takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Þó er sú rýmkun gerð að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir 17. febrúar verða færeysk skip sem sagt að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum.“ Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu í ár og þær voru 2017 eða 5.600 tonn að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Hámark fyrir þorskveiði verði áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns. „Ísland mun áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu en Ísland afsalar sér 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér um árabil.“ Þjóðirnar stefni að því að hefja vinnu við gerð rammasmnings milli landanna um fiskveiðimál sem fyrst með það að markmiði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. september á þessu ári.
Sjávarútvegur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira