Verðbólgan í fótbolta er rétt að byrja Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun