Verðbólgan í fótbolta er rétt að byrja Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvernig gat hann kostað 20 milljarða? Eru þessar upphæðir í fótboltanum ekki komnar út í bölvaða vitleysu? Í kjölfar félagsskipta Philippes Coutinho til Barcelona um helgina hefur mikið verið rætt um óðaverðbólgu í knattspyrnuheiminum og hvort einhver innistæða sé fyrir henni. Ég tel svo vera og ekki bara vegna aukins fjölda ofurríkra eigenda. Bráðlega hefjast viðræður um næsta útsendingarrétt frá enska boltanum. Sá samningur sem nú er í gildi var um 70% hærri en sá fyrri og þrefalt dýrari en árin 2010-2013. Fréttir herma að nú muni sjónvarpsstöðvarnar fá samkeppni frá aðilum á borð við Amazon, Google og Facebook og verðið gæti hækkað enn frekar. Það skiptir samt fleira máli en sjónvarpið og þó ef til vill sé minna rætt um markaðssetningu knattspyrnuliða en leikmannasölur og sjónvarpsútsendingar hefur vöxturinn einnig verið gríðarlegur á þeirri hlið rekstursins. Nýr samningur Barcelona við Nike tekur gildi á næsta tímabili, en hann mun skila liðinu 140 milljónum punda (20 milljörðum króna) á ári. Ný auglýsing á treyjunum bætir 44 milljónum punda (6 milljörðum) við. Hvert sem litið er virðast upphæðirnar hækka, einkum þó hjá þekktustu félagsliðum Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni. Allt er þetta afleiðing sömu þróunar, vaxtar alþjóðlegu millistéttarinnar. Sá vöxtur er vonandi bara rétt að byrja. Raunar spáir bandaríska hugveitan Brookings 30% vexti milli áranna 2016 og 2022, en það er milljarður manna. Reiknað er með að 88% þess vaxtar verði í Asíu, þar sem markaðssetning fótboltans hefur verið á fleygiferð. Vexti millistéttar fylgir að fleiri hafa einhverja aura á milli handanna til að kaupa sér áskrift að áhugamálinu, varning eða horfa á leikinn með félögunum á hverfisbarnum. Meiri neyslu fylgja enn fremur meiri tekjur fyrir stærstu auglýsendur heims, sem eru einmitt Facebook og Google. Áhugi þeirra á að festa þennan spennandi markhóp á miðlum sínum ætti því ekki að koma á óvart. Hið neikvæða er að þetta mun að öllum líkindum hafa í för með sér enn meiri ójöfnuð í fjárhagslegum styrk þekktustu liðanna og allra hinna. Sjónvarpstekjum er vissulega dreift með merkilega jöfnum hætti í ensku úrvalsdeildinni en á meðan General Motors greiðir Manchester United 53 milljónir punda fyrir auglýsinguna fær Burnley 2,5 milljónir frá Dafabet. Það heldur enginn með Burnley í Asíu. Kannski var það ekki svo vitlaust þegar breyta átti nafni Hull í Hull City Tigers og merki Cardiff city var breytt í rauðan dreka. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar