Verklagi ekki fylgt er verðmæti hurfu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent