Veldur kúamjólk brjóstakrabbameini? Álfheiður Haraldsdóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 11. janúar 2018 07:00 Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættuþáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjóstakrabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-analysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert samband fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun mátti sjá vísbendingar um lækkaða áhættu hjá konum með aukinni neyslu mjólkurafurða. Svipaðar niðurstöður komu fram í safngreiningu frá árinu 2015 þegar skoðaðar voru 27 rannsóknir, með alls um 1,5 milljón þátttakendum. Aftur bentu niðurstöður til minnkandi áhættu á brjóstakrabbameini með aukinni neyslu mjólkurafurða, sérstaklega meðal asískra kvenna.Laufey ?Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsÞess ber einnig að geta að bæði Bandaríska krabbameinsrannsóknastofnunin og Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn (American Institute of Cancer Research og World Cancer Research Fund) gefa reglulega út ítarlegar skýrslur um tengsl mataræðis, hreyfingar og krabbameins þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Í skýrslu sem gefin var út á árinu 2017 var það mat þeirra að neysla á mjólkurvörum væri ekki áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Þvert á móti fundust vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini sem greinist fyrir tíðahvörf. Mun minna hefur verið rannsakað hvort neysla mjólkurafurða eftir greiningu á brjóstakrabbameini hafi áhrif á framgang sjúkdómsins og gefa þær örfáu rannsóknir sem til eru misvísandi niðurstöður. Árið 2013 birtist bandarísk rannsókn sem benti til þess að neysla á fituríkum mjólkurafurðum, smjöri og eftirréttum með rjóma, hefði tengingu við verri horfur kvenna með brjóstakrabbamein, auk þess sem tenging við aukna dánartíðni af öðrum orsökum en brjóstakrabbameini sást samhliða neyslu fituríkra mjólkurvara eftir greiningu. Engin tengsl fundust hins vegar milli neyslu á fituminni mjólkurafurðum og lífshorfa kvennanna. Í sambærilegri ítalskri rannsókn fannst hins vegar ekki samband á milli neyslu fituríkra mjólkurafurða og verri lífshorfa eftir greiningu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurneyslu á framgang brjóstakrabbameins. Almennar ráðleggingar varðandi áherslur í mataræði má finna hjá Embætti landlæknis. Þar er ráðlagt að velja fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er talið vera tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml).Álfheiður Haraldsdóttir er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættuþáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjóstakrabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-analysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert samband fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun mátti sjá vísbendingar um lækkaða áhættu hjá konum með aukinni neyslu mjólkurafurða. Svipaðar niðurstöður komu fram í safngreiningu frá árinu 2015 þegar skoðaðar voru 27 rannsóknir, með alls um 1,5 milljón þátttakendum. Aftur bentu niðurstöður til minnkandi áhættu á brjóstakrabbameini með aukinni neyslu mjólkurafurða, sérstaklega meðal asískra kvenna.Laufey ?Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsÞess ber einnig að geta að bæði Bandaríska krabbameinsrannsóknastofnunin og Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn (American Institute of Cancer Research og World Cancer Research Fund) gefa reglulega út ítarlegar skýrslur um tengsl mataræðis, hreyfingar og krabbameins þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Í skýrslu sem gefin var út á árinu 2017 var það mat þeirra að neysla á mjólkurvörum væri ekki áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Þvert á móti fundust vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini sem greinist fyrir tíðahvörf. Mun minna hefur verið rannsakað hvort neysla mjólkurafurða eftir greiningu á brjóstakrabbameini hafi áhrif á framgang sjúkdómsins og gefa þær örfáu rannsóknir sem til eru misvísandi niðurstöður. Árið 2013 birtist bandarísk rannsókn sem benti til þess að neysla á fituríkum mjólkurafurðum, smjöri og eftirréttum með rjóma, hefði tengingu við verri horfur kvenna með brjóstakrabbamein, auk þess sem tenging við aukna dánartíðni af öðrum orsökum en brjóstakrabbameini sást samhliða neyslu fituríkra mjólkurvara eftir greiningu. Engin tengsl fundust hins vegar milli neyslu á fituminni mjólkurafurðum og lífshorfa kvennanna. Í sambærilegri ítalskri rannsókn fannst hins vegar ekki samband á milli neyslu fituríkra mjólkurafurða og verri lífshorfa eftir greiningu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurneyslu á framgang brjóstakrabbameins. Almennar ráðleggingar varðandi áherslur í mataræði má finna hjá Embætti landlæknis. Þar er ráðlagt að velja fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er talið vera tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml).Álfheiður Haraldsdóttir er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun