Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 19:27 Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00