Fær að halda dælunum gangandi um sinn Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 15:15 Bjarni Har hóf störf í verslun föður síns fyrir um 60 árum. mynd/gunnhildur gísladóttir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri. Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri.
Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira