Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 16:12 Leikstjórinn Elsa María Jakobsdóttir er ekki sátt við þjónustu Wow Air. Vísir „Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira