Titlarnir teknir af lögmönnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lögmenn eru ekki lengur titlaðir með hdl eða hrl. vísir/anton brink Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.” Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. „Hinn formlegi titill er nú lögmaður. Mönnum þótti kannski þetta titlatog almennt ekki vera í samræmi við íslenskar hefðir og óþjált að vera með þrenns konar titla sem hefði orðið tilvikið eftir að Landsréttur tók til starfa,” segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. Að auki sé þetta ákveðin leið til þess að gæta jafnræðis innan lögmannastéttarinnar. „Þetta sendir einnig þau skilaboð að allir lögmenn séu jafnir – þannig lagað. Við sáum það til dæmis mikið í gamla daga hjá lögmönnum sem fluttu aldrei mál og ætluðu kannski aldrei að leggja það fyrir sig, að þeir upplifðu þörf til þess að afla sér réttinda með tilheyrandi umstangi og veseni bara til þess að vera á pari við félagana varðandi titil. Þannig að hugmyndin er sú að senda þau skilaboð að það sé enginn munur á lögmönnum og lögmönnum þó þeir fáist við mismunandi hluti,” segir Reimar. Nú þurfi hver að hafa sinn háttinn á varðandi auðkenningu réttinda sinna. „Lögmenn hafa mismunandi rétt gagnvart dómstólum. Sumir hafa rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum, aðrir fyrir Landsrétti og enn aðrir fyrir Hæstarétti, en það er ekkert vikið að því í lögum hvernig menn auðkenna sig eða greina viðskiptavinum frá réttindi sínum. Það er auðvitað ákveðin þrepaskipting í réttindum manna, en ekki gerður neinn titilsmunur á þeim í lögum.”
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira