„Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2018 23:00 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Vísir/Getty „Af hverju erum við að taka á móti fólki frá þessum skítaholum? Við ættum að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.“ Þetta mun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sagt við þingmenn beggja flokka í Hvíta húsinu í gær. Í fyrstu sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu þar sem því var ekki neitað að forsetinn hefði sagt þetta. Svo breyttist það í dag þegar Trump sjálfur þvertók fyrir það í illskiljanlegu tísti þar sem hann sagði þó að orðlag sitt hefði verið harkalegt. Síðan þá hefur þingmaðurinn Richard J. Durbin, sem sótti fundinn sagt: „Víst“, eða því næst, og sagði hann Trump hafa sagt þetta oft. Aðrir þingmenn sem sóttu fundinn hafa sagt ummælin sem höfð eru eftir Trump vera rétt.Norðmenn hafa þó ekki tekið vel í þessa tillögu Trump og segjast hafa það fínt í Noregi. Í fyrra fluttu einungis 502 Norðmenn til Bandaríkjanna. Hagstofa Noregs, SSB, spurði á Twitter í dag hvort að þeir hafi verið fleiri árið 2017.502 nordmenn flyttet til USA i 2016, 59 færre enn året før. Blir det flere nå? pic.twitter.com/uC8iF6nwUW — SSB (@ssbnytt) January 12, 2018 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Lífslíkur eru hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla er hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði er lægri í Noregi en í Bandaríkjunum og Norðmenn eru heimsins ánægðasta þjóð á meðan Bandaríkin eru í 14 sæti. Þar að auki búa Norðmenn við eitt af heimsins sterkustu velferðarkerfum sem haldið er uppi af olíuauði ríkisins. Samvkæmt frétt Reuters, sem skrifuð er af norskum blaðamönnum, hafa fjölmargir Norðmenn gripið til samfélagsmiðla í dag til að tilkynna Trump að þau hafi engan áhuga á því að flytja til Bandaríkjanna. „Svo ég tali fyrir Noreg; Takk, en nei takk," sagði Torbjoern Saetre á Twitter. „Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi,“ sagði einn. Þegar blaðamenn hringdu í embættismenn í Noregi og spurðu út í orð Trump sagði einn að Norðmenn afþökkuðu boðið pent. Bandarískur prófessor sem býr í Svíþjóð hefur tekist að fanga stemninguna í Noregi nokkuð vel.Of course people from #Norway would love to move to a country where people are far more likely to be shot, live in poverty, get no healthcare because they’re poor, get no paid parental leave or subsidized daycare and see fewer women in political power. #Shithole — Christian Christensen (@ChrChristensen) January 11, 2018 Ástandið hefur þó ekki alltaf verið svona. Eins og bent er á í frétt Washington Post.Á nítjándu og tuttugustu öld er talið að hundruð þúsunda hafi flutt frá Noregi til Bandaríkjanna vegna slæms efnahagsástands þar. Talið er að Noregur sé það ríki sem hafi tapað stærstum hluta íbúa sinna til Bandaríkjanna, að Írlandi undanskildu. Til langs tíma áttu norskir innflytjendur erfitt í Bandaríkjunum. Margar kynslóðir drógust á eftir öðrum hópum þegar kom að tekjum og öðru. Rannsakendur sem skoðuðu norska innflytjendur komust að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 30 ár hafði þeim ekki tekist að bæta stöðu sína og ná sömu hæðum og innfæddir og aðrir innflytjendur frá Evrópu. Flestir störfuðu þeir við landbúnað, fiskvinnslu og skógarhögg og börn innflytjenda áttu við sömu erfiðleika að stríða. Eins og það er orðað í frétt WP þá er litið á norska innflytjendur sem manneskjur sem sem komu til Bandaríkjanna með ekkert og gáfu börnum sínum norska drauminn. Það virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Donald Trump Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
„Af hverju erum við að taka á móti fólki frá þessum skítaholum? Við ættum að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.“ Þetta mun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sagt við þingmenn beggja flokka í Hvíta húsinu í gær. Í fyrstu sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu þar sem því var ekki neitað að forsetinn hefði sagt þetta. Svo breyttist það í dag þegar Trump sjálfur þvertók fyrir það í illskiljanlegu tísti þar sem hann sagði þó að orðlag sitt hefði verið harkalegt. Síðan þá hefur þingmaðurinn Richard J. Durbin, sem sótti fundinn sagt: „Víst“, eða því næst, og sagði hann Trump hafa sagt þetta oft. Aðrir þingmenn sem sóttu fundinn hafa sagt ummælin sem höfð eru eftir Trump vera rétt.Norðmenn hafa þó ekki tekið vel í þessa tillögu Trump og segjast hafa það fínt í Noregi. Í fyrra fluttu einungis 502 Norðmenn til Bandaríkjanna. Hagstofa Noregs, SSB, spurði á Twitter í dag hvort að þeir hafi verið fleiri árið 2017.502 nordmenn flyttet til USA i 2016, 59 færre enn året før. Blir det flere nå? pic.twitter.com/uC8iF6nwUW — SSB (@ssbnytt) January 12, 2018 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Lífslíkur eru hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla er hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði er lægri í Noregi en í Bandaríkjunum og Norðmenn eru heimsins ánægðasta þjóð á meðan Bandaríkin eru í 14 sæti. Þar að auki búa Norðmenn við eitt af heimsins sterkustu velferðarkerfum sem haldið er uppi af olíuauði ríkisins. Samvkæmt frétt Reuters, sem skrifuð er af norskum blaðamönnum, hafa fjölmargir Norðmenn gripið til samfélagsmiðla í dag til að tilkynna Trump að þau hafi engan áhuga á því að flytja til Bandaríkjanna. „Svo ég tali fyrir Noreg; Takk, en nei takk," sagði Torbjoern Saetre á Twitter. „Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi,“ sagði einn. Þegar blaðamenn hringdu í embættismenn í Noregi og spurðu út í orð Trump sagði einn að Norðmenn afþökkuðu boðið pent. Bandarískur prófessor sem býr í Svíþjóð hefur tekist að fanga stemninguna í Noregi nokkuð vel.Of course people from #Norway would love to move to a country where people are far more likely to be shot, live in poverty, get no healthcare because they’re poor, get no paid parental leave or subsidized daycare and see fewer women in political power. #Shithole — Christian Christensen (@ChrChristensen) January 11, 2018 Ástandið hefur þó ekki alltaf verið svona. Eins og bent er á í frétt Washington Post.Á nítjándu og tuttugustu öld er talið að hundruð þúsunda hafi flutt frá Noregi til Bandaríkjanna vegna slæms efnahagsástands þar. Talið er að Noregur sé það ríki sem hafi tapað stærstum hluta íbúa sinna til Bandaríkjanna, að Írlandi undanskildu. Til langs tíma áttu norskir innflytjendur erfitt í Bandaríkjunum. Margar kynslóðir drógust á eftir öðrum hópum þegar kom að tekjum og öðru. Rannsakendur sem skoðuðu norska innflytjendur komust að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 30 ár hafði þeim ekki tekist að bæta stöðu sína og ná sömu hæðum og innfæddir og aðrir innflytjendur frá Evrópu. Flestir störfuðu þeir við landbúnað, fiskvinnslu og skógarhögg og börn innflytjenda áttu við sömu erfiðleika að stríða. Eins og það er orðað í frétt WP þá er litið á norska innflytjendur sem manneskjur sem sem komu til Bandaríkjanna með ekkert og gáfu börnum sínum norska drauminn. Það virðist þó ekki eiga við rök að styðjast.
Donald Trump Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47