Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 12:06 Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins. vísir/Ernir „Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00
Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00
Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00