Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:03 Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. „Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
„Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira