Janus Daði: Höfðum bullandi trú á sigri Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2018 21:44 „Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason, sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld, þegar Henry Birgir Gunnarsson hitti hann að máli að leik loknum. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik eftir fína frammistöðu Íslands í fyrri hálfleiknum fyrir framan troðfulla höll í Split. „Mér fannst við vera góðir og vinna fyrir því. Við vorum þéttir varnarlega, ákveðnir sóknarlega og skipulagðir. Mér fannst við síðan spila upp á fín færi í byrjun seinni hálfleiks. Það vantaði þessa seinustu sendingu eða síðasta skot til að klára sóknirnar. Þegar þeir komast á lagið þá fer þetta hratt úr höndunum á okkur," bætti Janus Daði við en Króatarnir breyttu stöðunni úr 14-14 í 23-16 í upphafi síðari hálfleiks. Stemmningin í höllinni í Split var mögnuð enda Króatar á heimavelli og ætla sér stóra hluti í keppninni. „Þetta var ógeðslega gaman og maður nýtur sín í botn á vellinum. Ég er ánægður með að ég fékk að spila mikið í dag og fannst ég njóta þess að spila.“ Eftir fínan fyrri háfleik fór eflaust um einhverja heimamenn í stúkunni og Janus jánkaði því þegar hann var spurður hvort það væri ekki gaman að þagga aðeins niður í áhorfendum. „Það er alltaf kúl. Svo er ég með liðsfélagana á bekknum sem bakka mann upp við hvert tækifæri. Þetta var mjög gaman en það þýðir ekkert að svekkja sig og við þurfum að nota þetta í eitthvað gott. Við þurfum að bæta okkur með hverjum leiknum og það er markmiðið.“ Janus sagðist engar áhyggjur hafa af því að tapið í kvöld hefði slæm áhrif á liðið fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum. „Þetta eru allt svo miklir fagmenn og margir sem hafa gert þetta svo oft að það þýðir ekkert. Þetta gekk ekki í dag og við svekkjum okkur aðeins inni í klefa en svo erum við bara klárir í næsta leik.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira