Bryndís er einn fjölmargra Íslendinga sem nú tekur þátt í Veganúar átakinu. Lýsti hún yfir mikill ánægju með hamborgarann á Facebook-hópnum Vegan Ísland.

Einn meðlimur hópsins vakti þá athygli á því í athugasemd við færslu Bryndísar að ekki er um að ræða vegan borgara heldur hamborgara sem heitir Vegaborgari.
„Mér fannst þetta rosalega villandi. Ég er að taka þátt í Veganúar og hugsaði bara: Vá geðveikt,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Hún hefur húmor fyrir uppákomunni en vill endilega koma í veg fyrir að aðrir geri mögulega sömu mistök og hún.

„Ég hugsaði: ohh ég er að fara heim að fá mér eitthvað salat. Ég nenni því ekki. Ég sá þetta svo og varð geðveikt glöð,“ segir hún.
Telur nafnið á hamborgaranum vera villandi
Bryndís telur þetta vera afar villandi framsetning fyrir vegan-einstaklinga. „Já algjörlega. Þetta heitir náttúrulega Vegaborgari. Það væri betra að breyta því í grænmetisborgara því það er egg og majónes á honum.“
„Ég hugsaði að þeir væru ábyggilega með þetta núna í janúar þar sem það eru allir að taka þátt í Veganúar. Þetta er geðveikt fyndið eftir á,“ segir hún.