„Versti dagur ársins“ er í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2018 10:21 Mörgum þykir janúar óþarflega langur mánuður,. Í ár eru alls fimm mánudagar í janúar. Vísir/Getty Margir eiga erfitt með janúar þegar jólin eru liðin og hversdagurinn tekur við. Langt er í sumarið og miðnætursólina. Eins á fólk oft erfitt með mánudaga og byrjun nýrrar vinnuviku. Einn mánudagur virðist þó vera fólki erfiðari en aðrir og fellur sá dagur niður á daginn í dag, þann 15. janúar, þriðja mánudag janúarmánaðar. Fyrirbærið sem um ræðir heitir á ensku Blue Monday og birtist fyrst í fréttatilkynningu eftir sálfræðinginn Cliff Arnall sem reiknar daginn út frá ýmsum breytum. Dagurinn fellur oftast á þriðja mánudag janúar en getur einnig fallið á annan mánudaginn eða þann fjórða. Tími sem liðinn er frá jólum, veðrið, jólaskuldir og brotin áramótaheit eru meðal þess sem gera þennan tiltekna mánudag sérstaklega krefjandi. Formúlan sem Arnall notast við er:[W+(D-d)] x Tq ÷ [M x Na]. Þar stendur W fyrir veður, D fyrir skuld og d fyrir mánaðarlaun. T er tími liðinn frá jólum og q er tími síða áramótaheit hafa verið brotin. M er fyrir metnað og Na táknar þörf fólks til að breyta til. Eins og gefur að skilja er erfitt að reikna út metnað eða þörf til breytinga og eru ekki allir sammála um réttmæti kenningarinnar, sem oftast er talin vera einföld auglýsingabrella. Hins vegar getur hann einnig verið huggun fyrir þá sem eru að eiga sérstaklega erfiðan mánudag. Arnall segist einnig hafa reiknað út besta dag ársins og hefur hann hingað til alltaf verið í kringum sumarsólstöður og lengsta dag ársins. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Margir eiga erfitt með janúar þegar jólin eru liðin og hversdagurinn tekur við. Langt er í sumarið og miðnætursólina. Eins á fólk oft erfitt með mánudaga og byrjun nýrrar vinnuviku. Einn mánudagur virðist þó vera fólki erfiðari en aðrir og fellur sá dagur niður á daginn í dag, þann 15. janúar, þriðja mánudag janúarmánaðar. Fyrirbærið sem um ræðir heitir á ensku Blue Monday og birtist fyrst í fréttatilkynningu eftir sálfræðinginn Cliff Arnall sem reiknar daginn út frá ýmsum breytum. Dagurinn fellur oftast á þriðja mánudag janúar en getur einnig fallið á annan mánudaginn eða þann fjórða. Tími sem liðinn er frá jólum, veðrið, jólaskuldir og brotin áramótaheit eru meðal þess sem gera þennan tiltekna mánudag sérstaklega krefjandi. Formúlan sem Arnall notast við er:[W+(D-d)] x Tq ÷ [M x Na]. Þar stendur W fyrir veður, D fyrir skuld og d fyrir mánaðarlaun. T er tími liðinn frá jólum og q er tími síða áramótaheit hafa verið brotin. M er fyrir metnað og Na táknar þörf fólks til að breyta til. Eins og gefur að skilja er erfitt að reikna út metnað eða þörf til breytinga og eru ekki allir sammála um réttmæti kenningarinnar, sem oftast er talin vera einföld auglýsingabrella. Hins vegar getur hann einnig verið huggun fyrir þá sem eru að eiga sérstaklega erfiðan mánudag. Arnall segist einnig hafa reiknað út besta dag ársins og hefur hann hingað til alltaf verið í kringum sumarsólstöður og lengsta dag ársins.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira