Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2018 10:55 Framleiðsla hefur verið stöðvað tímabundið en staðan verður tekin aftur síðar í dag. Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar. Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar.
Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30