Lögreglan greip símaþjófinn glóðvolgan á skyndibitastað Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 16:46 Vera með dóttur sinni sem er á 14. aldursári, fermist í vor og er nú komin með símann í hendur á nýjan leik. Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, birti nú rétt í þessu skilmerkilega frásögn af símaráni, æsispennandi, sem lauk með farsælum hætti. Símaþjófurinn var gripinn af vaskri sveit laganna varða þar sem hann var staddur á skyndibitastað.Símanum stolið á biðstofu læknis Vera segir að svo hafi virst sem dóttir hennar, sem er á 14. aldursári, væri að missa iPhone-síma sinn. En, hann hafði horfið á biðstofu læknis. „Við höfum heyrt svona sögur áður, og það að ólíklegt væri að hægt væri að nálgast tapaða síma aftur. En, við hjónin erum bæði flink á síma og tölvur og kunnum á þetta iPhone-kerfi,“ segir Vera í samtali við Vísi. Þau gátu séð að slökkt var á símanum þegar þau fóru að huga að honum á kerfinu. „En, um leið og kveikt var á honum fengum við staðsetninguna. Í raun er tilgangslaust að stela iPhone-símum nú um stundir. Um leið og maður skráir hann tapaðan er hann læstur og ekkert hægt að gera meir, engin leið að strauja hann eða gera neitt með hann fyrir þann sem tekur símann,“ segir Vera.Farsímar ekki tryggðir gegn stuldi Frásögn hennar má sjá í heild hér neðar, en Vera nefnir að auki að henni hafi komið það á óvart að gsm-símar eru ekki tryggðir fyrir þjófnaði. Tryggingarfélagið vísaði Veru alfarið frá með það erindi og sagði henni að gleyma því. En það eru vitaskuld nokkur verðmæti í snjallsímum, þó þessi tiltekni iPhone hafi ekki verið allra nýjasta gerð. „En, já, þeir geta verið verðmætir. Og ekkert líklegt að lögreglan hefði verið laus að sinna svona útkalli en þeir höfðu tök á því. Og unglingurinn er kominn með símann í hendur aftur, alsæl,“ segir Vera og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu í málinu.Frásögn Veru - Saga af símaFrumburðurinn varð fyrir því óláni að símanum hennar var stolið í morgun um kl. 9.55. Pabbi hennar fór með hana til læknis og rétt á meðan tímanum stóð, var síminn tekinn úr biðstofunni.Við brugðumst strax við:a) athuguðum find my iphone (sem ekki gekk því það var búið að slökkva á símanum, sem auðvitað gaf til kynna að honum hefði verið stolið!)b) stilltum skilaboð inni á Find my iphone að það væru fundarlaun í boði fyrir að skila símanum og símanúmer sem ætti að hafa samband við.c) lögðum smá inneign inn á símann, þar sem unglingurinn var búinn að klára inneignina sína. Með því móti höfðum við vissu fyrir því að ef kveikt yrði á símanum að finnandinn myndi sjá skilaboð um fundarlaun, og símanúmer til að hringja í til að skila símanum.d) Hafþór fór strax á lögreglustöðina og tilkynnti um símastuldinn. Hann fékk þær upplýsingar að það væri nær ómögulegt að finna svona síma og við gætum gleymt þessu. e) hringdum í tryggingarfélagið - en það skilaði nú ekki miklu þar sem mér var sagt að símaþjófnaður væri ekki bættur af tryggingunum!Um hádegi er kveikt á símanum - og við sjáum staðsetninguna á honum. Fylgjumst með hvernig hann ferðast um höfuðborgina og endar á skyndibitastað á höfuðborgarsvæðinu.Við hringjum í lögregluna, og ég segi þeim að ég sjái staðsetninguna á símanum og að ég geti látið hann gefa hátt hljóðmerki úr “find my iphone" appinu ef þeir fari á staðinn. Lögreglan segist ætla að athuga málið ef þeir hafi tök á.Eftir skamma stund hringir lögreglan í mig - og segist vera mætt á skyndibitastaðinn. Ég sit heima við tölvuna og læt símann gefa hljóðmerki. Einu sinni - og ekkert gerist - aftur - og ekkert gerist - og við þriðja skiptið segir lögreglumaðurinn mér að þeir séu búnir að ná þeim sem tók símann!!Um klukkutíma síðar hringir lögreglan aftur og segir mér að okkur sé óhætt að sækja símann á lögreglustöðina.Við fjölskyldan erum ótrúlega þakklát lögreglunni fyrir að bregðast svona vel við! Þótt einn sími sé lítilvæglegur, þá er hann nánast lífið í augum unglings, en mikilvægast er auðvitað lærdómurinn um að gæta að eigum sínum og ekki síður hvað við erum heppin hér á Íslandi að eiga svona almennilega og liðlega lögreglumenn! Á meðan fólk í sumum löndum óttast lögregluna vitum við að við getum leitað til hennar eftir aðstoð.Hjartans þakkir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu! Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, birti nú rétt í þessu skilmerkilega frásögn af símaráni, æsispennandi, sem lauk með farsælum hætti. Símaþjófurinn var gripinn af vaskri sveit laganna varða þar sem hann var staddur á skyndibitastað.Símanum stolið á biðstofu læknis Vera segir að svo hafi virst sem dóttir hennar, sem er á 14. aldursári, væri að missa iPhone-síma sinn. En, hann hafði horfið á biðstofu læknis. „Við höfum heyrt svona sögur áður, og það að ólíklegt væri að hægt væri að nálgast tapaða síma aftur. En, við hjónin erum bæði flink á síma og tölvur og kunnum á þetta iPhone-kerfi,“ segir Vera í samtali við Vísi. Þau gátu séð að slökkt var á símanum þegar þau fóru að huga að honum á kerfinu. „En, um leið og kveikt var á honum fengum við staðsetninguna. Í raun er tilgangslaust að stela iPhone-símum nú um stundir. Um leið og maður skráir hann tapaðan er hann læstur og ekkert hægt að gera meir, engin leið að strauja hann eða gera neitt með hann fyrir þann sem tekur símann,“ segir Vera.Farsímar ekki tryggðir gegn stuldi Frásögn hennar má sjá í heild hér neðar, en Vera nefnir að auki að henni hafi komið það á óvart að gsm-símar eru ekki tryggðir fyrir þjófnaði. Tryggingarfélagið vísaði Veru alfarið frá með það erindi og sagði henni að gleyma því. En það eru vitaskuld nokkur verðmæti í snjallsímum, þó þessi tiltekni iPhone hafi ekki verið allra nýjasta gerð. „En, já, þeir geta verið verðmætir. Og ekkert líklegt að lögreglan hefði verið laus að sinna svona útkalli en þeir höfðu tök á því. Og unglingurinn er kominn með símann í hendur aftur, alsæl,“ segir Vera og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu í málinu.Frásögn Veru - Saga af símaFrumburðurinn varð fyrir því óláni að símanum hennar var stolið í morgun um kl. 9.55. Pabbi hennar fór með hana til læknis og rétt á meðan tímanum stóð, var síminn tekinn úr biðstofunni.Við brugðumst strax við:a) athuguðum find my iphone (sem ekki gekk því það var búið að slökkva á símanum, sem auðvitað gaf til kynna að honum hefði verið stolið!)b) stilltum skilaboð inni á Find my iphone að það væru fundarlaun í boði fyrir að skila símanum og símanúmer sem ætti að hafa samband við.c) lögðum smá inneign inn á símann, þar sem unglingurinn var búinn að klára inneignina sína. Með því móti höfðum við vissu fyrir því að ef kveikt yrði á símanum að finnandinn myndi sjá skilaboð um fundarlaun, og símanúmer til að hringja í til að skila símanum.d) Hafþór fór strax á lögreglustöðina og tilkynnti um símastuldinn. Hann fékk þær upplýsingar að það væri nær ómögulegt að finna svona síma og við gætum gleymt þessu. e) hringdum í tryggingarfélagið - en það skilaði nú ekki miklu þar sem mér var sagt að símaþjófnaður væri ekki bættur af tryggingunum!Um hádegi er kveikt á símanum - og við sjáum staðsetninguna á honum. Fylgjumst með hvernig hann ferðast um höfuðborgina og endar á skyndibitastað á höfuðborgarsvæðinu.Við hringjum í lögregluna, og ég segi þeim að ég sjái staðsetninguna á símanum og að ég geti látið hann gefa hátt hljóðmerki úr “find my iphone" appinu ef þeir fari á staðinn. Lögreglan segist ætla að athuga málið ef þeir hafi tök á.Eftir skamma stund hringir lögreglan í mig - og segist vera mætt á skyndibitastaðinn. Ég sit heima við tölvuna og læt símann gefa hljóðmerki. Einu sinni - og ekkert gerist - aftur - og ekkert gerist - og við þriðja skiptið segir lögreglumaðurinn mér að þeir séu búnir að ná þeim sem tók símann!!Um klukkutíma síðar hringir lögreglan aftur og segir mér að okkur sé óhætt að sækja símann á lögreglustöðina.Við fjölskyldan erum ótrúlega þakklát lögreglunni fyrir að bregðast svona vel við! Þótt einn sími sé lítilvæglegur, þá er hann nánast lífið í augum unglings, en mikilvægast er auðvitað lærdómurinn um að gæta að eigum sínum og ekki síður hvað við erum heppin hér á Íslandi að eiga svona almennilega og liðlega lögreglumenn! Á meðan fólk í sumum löndum óttast lögregluna vitum við að við getum leitað til hennar eftir aðstoð.Hjartans þakkir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu!
Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira