Sameinaðir Frakkar Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun