Áskoranir í mannvirkjagerð Hilmar Harðarson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins. Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári. Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni. Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Harðarson Mest lesið Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Landlausir Seltirningar Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins. Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári. Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni. Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar