Upplifun kvenna og innflytjenda 17. janúar 2018 20:46 Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar sl. afhentu fulltrúar vígðra kvenpresta þjóðkirkjunnar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, áskorun sem varðaði kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun innan þjóðkirkjunnar. 65 kvenprestar skrifuðu undir áskorunina og 64 frásagnir fylgdu með sem voru reynslusögur þessara kvenpresta um kynbundið ofbeldi, áreitni eða mismunun. Mér sýnist að frásagnirnar geti skipst í fjóra hópa eftir innihaldi. 1) Áreitni sem felur í sér líkamlega snertingu eins og að strjúka rass eða reyna að kyssa viðkomandi. 2) Andlegt ofbeldi sem gefur konu tilefni til að óttast líkamlegt ofbeldi eins og nauðgun. 3) Andlegt ofbeldi eins og niðrandi orðval eða fyrirlitning en hættan á líkamlegu ofbeldi er ekki fyrir hendi. 4) Kerfisbundin mismunun eins og sú staðreynd að kvenprestar eru færri en karlprestar eru í sóknarprestsembættum. Lýsingar kvennanna er að mínu mati allar raunverulegar, hver og ein, og mér þykir leitt að kvenprestar, sem eru samstarfsfólk mitt, í hafi þurft að upplifa svo margar ljótar uppákomur í vinnuumhverfi kirkjunnar. Ég tel að frásagnir sem falla í hóp 1) og 2) vera framkoma sem er bersýnilega meðvituð og ekki hægt að biðjast afsökunar á. Aftur á móti finnst mér maður geta taka þátt í gerðum í sem falla undir atriði 3) jafnvel ómeðvitað, þar sem manneskjan er sköpun, sem umhverfisþættir hafa mikil áhrif á. Menn geta því verið haldnir ,,kvenfyrirlitningu“ án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir, jafnvel þó maður virði kvenkynið. Í Japan er t.d. orðasamband ,,me-me-shi-i” sem þýðir bókstaflega að vera ,,kvenlegur”, en notkun þess er afar neikvæð og raunveruleg merking þess er ,,einskis virði eins og kona”. Ég hafði notað þetta orðasamband þar til ég uppgötvaði þau neikvæð blæbrigði, þó að ég upplifi mig ekki sem karlrembu. Stundum býr maður yfir eiginleikum sem maður þekkir ekki nægilega vel. Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah,en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm. Annað atriði sem ég tók eftir þegar ég var að lesa frásagnir kvenprestanna. Það er það að upplifanir þeirra eru mjög líkar upplifunum okkar innflytjenda, án tillits til kynjanna, í þjóðfélaginu almennt. Ef til vill kemur gróft ofbeldi í staðinn af kynferðislegra snertingu í ofangreindum flokki 1) þegar um innflytjendur er að ræða. Um flokk 2) og 3) er allt alveg eins og um andlegt ofbeldi gagnvart innflytjendum. Það var t.d. reynslusaga um að menn tala við kvenprest eins og hún væri smábarn, sem sé ósjálfstæða veru, en þetta heyrist einnig oft frá innflytjendum. Flokkur 4)kerfisbundin mismunun, er líka vel kunnug fyrir okkur innflytjendum. ,,Það er erfitt að fá vinnu ef þú hefur erlent nafn“ heyrist oft og einnig hef ég vitnað um það mörgum sinnum sjálfur að eigandi leiguíbúðar segist í síma: ,,Ég vil ekki að leigja útlendingum herbergi/íbúð hjá mér!”. Eftir því sem ég heyri frá öryrkjum eða fólki með ákveðinn sjúkdóm giska ég á að það hljóti að vera fleiri útgáfur ,,Metoo“-frásagna frá sjónarmiði á þeirra. Samt ætli ég alls ekki að segja að: ,,Við þurfum ekki sérstaklega að fjalla um kynbundið ofbeldi af því að allir eigi við sama vandamál að stríða.“ Kynbundið ofbeldi er sjálfstætt mál sem við þurfum að horfast í augu. Af reynslu minni langar mig að fullyrða eitt: Gerendur ofbeldis eða mismununar telja sig ekki vera að gera neitt rangt. Þeim er sama og þeir gleyma fljótt, en þolendur aldrei. Því er það afar nauðsynlegt og mikilvægt að þolendur ofbeldis og mismunar stígi fram og tali skýrt um slíka upplifun. Það er skylda okkar í þjóðfélaginu að hlusta á þolendur áður en við byrjum á að segja þeim eitthvað. Áskorunin kvenpresta þjóðkirkjunnar varðar ekki einungis kvenpresta sjálfa, heldur varðar hún allt kvenfólk sem á erindi við kirkjuna og einnig karla. Ég þekki margar konur í kirkjunni persónulega og ég vil ekki að þær upplifi ljótar uppákomur og sorglegar eins og þær sem sagt hefur verið frá í áskoruninni og ég vil ekki heldur taka þátt í slíkum jafnvel ómeðvitað. Við þurfum að vinna saman. Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun