Opið bréf til Skúla Helgasonar Hjördís Albertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 08:15 Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar