Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 14:44 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. Greint var frá því í dag að Flugfélagið Primera Air hafi ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafi boðað til. Í Morgunblaðinu var haft eftir skrifstofustjóra hjá Ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins væri fordæmalaust. Í yfirlýsingu frá Primera Air vegna málsins segir að Primera Air telji ríkissáttasemjara ekki hafa lögsögu í því máli sem til hans var vísað. Flugfélagið starfi ekki á íslenskum vinnumarkaði. „Flugliðar um borð í flugvélum félagsins eru ekki meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands og hefur Flugfreyjufélagið því ekki umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Að auki eru umræddir flugliðar ekki í ráðningarsambandi við Primera Air svo félagið getur þar af leiðandi að sjálfsögðu ekki samið um kjör þeirra. Flugliðarnir eiga þar að auki ekki í kjaradeilum við Primera Air eða aðra,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins. Segir flugfélagið að ríkissáttasemjari hafi ítrekað verið upplýstur um að Primera Air myndi ekki mæta á boðaða fundi. Félagsdómur dæmdi verkfall Flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar. „Kjósi Flugfreyjufélagið að halda málinu til streitu mun Primera Air sækja málið fyrir Félagsdómi líkt og fyrr enda telur félagið Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands vera að misnota hið mikilvæga tæki vinnumarkaðarins sem verkfallsrétturinn er.“ Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. Greint var frá því í dag að Flugfélagið Primera Air hafi ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafi boðað til. Í Morgunblaðinu var haft eftir skrifstofustjóra hjá Ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins væri fordæmalaust. Í yfirlýsingu frá Primera Air vegna málsins segir að Primera Air telji ríkissáttasemjara ekki hafa lögsögu í því máli sem til hans var vísað. Flugfélagið starfi ekki á íslenskum vinnumarkaði. „Flugliðar um borð í flugvélum félagsins eru ekki meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands og hefur Flugfreyjufélagið því ekki umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Að auki eru umræddir flugliðar ekki í ráðningarsambandi við Primera Air svo félagið getur þar af leiðandi að sjálfsögðu ekki samið um kjör þeirra. Flugliðarnir eiga þar að auki ekki í kjaradeilum við Primera Air eða aðra,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins. Segir flugfélagið að ríkissáttasemjari hafi ítrekað verið upplýstur um að Primera Air myndi ekki mæta á boðaða fundi. Félagsdómur dæmdi verkfall Flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar. „Kjósi Flugfreyjufélagið að halda málinu til streitu mun Primera Air sækja málið fyrir Félagsdómi líkt og fyrr enda telur félagið Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands vera að misnota hið mikilvæga tæki vinnumarkaðarins sem verkfallsrétturinn er.“
Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45
Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52