Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2018 14:43 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli föstudaginn 19. janúar. Akureyri International Airport Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira