Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2018 14:43 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli föstudaginn 19. janúar. Akureyri International Airport Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira