Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2018 14:43 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli föstudaginn 19. janúar. Akureyri International Airport Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. Um er að ræða þriðja flug flugfélagsins en aðeins hið fyrsta, jómfrúarflugið, gekk samkvæmt áætlun. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hún segir að byrjað hafi að snjóa hressilega upp úr hádegi og skyggnið orðið mjög slæmt. Flugmennirnir hafi gert nokkra tilraunir til að lenda og biðu svo í dágóða stund til að sjá hvort élið myndi ganga yfir. Svo var haldið til Keflavíkur, líkt og gert var á mánudaginn. Hjördís telur 189 manns hafa verið í vélinni, rétt tæplega full, en um erlenda ferðamenn er að ræða á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Jómfrúarflugið var föstudaginn 12. janúar við mikil fagnaðarlæti á Akureyri.Flug Enter Air vélarinnar.FlightRadar24„Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á ráðstefnu ISAVIA um innanlandsflug á þriðjudag Kallað er eftir því að blindflugsbúnaði verði komið upp á norðurenda brautarinnar á Akureyri. Kostnaður við búnaðinn, sem er að finna á suðurenda brautarinnar og ætlaður minni flugvélum, er talin rúmlega 70 milljónir króna. Hjördís segir að slíkur búnaður myndi gera gæfumuninn. „Við erum búin að fá sérfræðinga frá Noregi til að skoða þetta en erum ekki með fjármagn frá ríkinu,“ segir Hjördís. Íslenskir flugmenn geti lent í veðri eins og í dag með radarflugi. Því séu erlendir flugmenn aftur á móti óvanir auk þess sem þeir þekki ekki völlinn. Farþegarnir 189 eru því í Keflavík og Hjördís segir ljóst að ekki verði flogið norður í dag. Farþegar sem áttu að fljúga heim til sín með Enter Air fara með áætlunarflugi til Keflavíkur síðar í dag.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent