Kjarnorkustríð við Norður-Kóreu „aldrei verið líklegra“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2018 11:57 Frá æfingum í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27
Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31
Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43
Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12
Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38
Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33
Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30