Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:37 Donald Trump og Kim Jong-un hafa talað í fyrirsögnum um hvorn annan undanfarna mánuði. VÍSIR/GETTY Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“ Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“
Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00