Aðsókn í Sundhöllina fjórfaldaðist eftir endurbætur Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 12:45 Rúmlega 1.400 manns heimsóttu Sundhöllina á dag í desember eftir að hún var opnuð á ný. Vísir/Kolbeinn Tumi Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn. Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn.
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00
Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00